Erlent

Hryðjuverkaárás al-Kaída í Danmörku talin yfirvofandi

Danska leyniþjónustan telur sig hafa ábyggilegar upplýsingar um að al-Kaída samtökin séu að undirbúa hryðjuverkaárás í Danmörku.

Munu ungir Danir vera við þjálfun í búðum al-Kaída á landamærum Pakistan og Afganistan þar sem verið er að skipuleggja árásina. Þetta kemur fram í samtali Jakob Scharf talsmanns leyniþjónustunnar við Nyhedsavisen í dag.

Jakob segir að um raunverulega hættu sé að ræða og að leyniþjónustan vinni nú að því að koma í veg fyrir árásina með öllum tiltækum ráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×