Erlent

McCain með forystu á Obama

Repúblikaninn John McCain hefur fjögurra prósenta forskot á keppinaut sinn, Barack Obama, ef marka má Gallup-könnun sem birt var í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Könnunin var gerð eftir að flokksþingi Repúblikanaflokksins lauk í St. Paul. Fyrir flokksþingið mældist forskot Obama sjö prósent en McCain hefur sótt í sig veðrið enda þótti bæði honum og varaforsetaefninu Söru Palin takast vel upp í ávörpum sínum á þinginu.

Þá hefur forskot Obama í mati kjósenda á hæfni til stjórnar efnahagsmála dregist saman úr 19 prósentum í þrjú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×