Erlent

Viðskiptaráðherra ESB sakar Sarkozy um að grafa undan sér

Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Evrópusambandsins. Mynd/ AFP
Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Evrópusambandsins. Mynd/ AFP

Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, Peter Mandelson sakar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að grafa undan starfi sínu. Sá síðarnefndi hefur nýtekið við formennsku í ESB.

Sarkozy segir að áætlanir viðskiptaráðherrans um að draga úr tollum og niðurgreiðslum til landbúnaðarins myndu eyðileggja fjölda starfa í Evrópu. Mandelson segir að með þessu hafi Sarkozy gert honum erfiðara fyrir í starfi, en hann myndi halda áfram að vinna að viðskiptasamningum í þágu ESB ríkjanna 27.

Mandelson segir að með því að draga úr ríkisvernd við landbúnaðinn sé hægt að örva alþjóðahagkerfið og hjálpa þróunarlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×