Erlent

Hvetur almenning til að berjast gegn hnífaglæpum

Boris Johnson
Boris Johnson

Borgarstjórinn í London, Boris Johnson, hefur hert baráttuna gegn glæpum í London og hvatt almenning til þess að hjálpa til í þeirri baráttu.

Þessi hvatning kemur í kjölfar enn einnar hnífstunguárásinnar, en ráðist var á konu á þrítugsaldri í London í gær. Hann telur lögregluna eina ekki geta unnið bug á þessu vandamáli heldur þurfi almenningur að hjálpa til við að uppræta vandann.

Það virðist vera í tísku meðal ungmenna í London að bera hnífa og beita þeim og hefur fjöldi ungmenna fallið fyrir hendi hnífamanna það sem af er ári. Lögreglan hefur handtekið 1214 manns fyrir að bera hníf eða fyrir glæp tengda hnífum en Johnson telur meira þurfa til.

Máli sínu til stuðnings tók hann dæmi af móður sem fann hníf undir kodda 17 ára sonar síns og lét lögregluna vita. Ef fleiri færu að dæmi þeirrar móður gætu sparast mörg mannslíf að mati Johnson. Þetta kemur fram á fréttavef Guardian.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×