Erlent

Slæmur salmonellufaraldur í Danmörku

Versti salmonellufaraldur í 15 ár gengur nú yfir Danmörku og hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns lagst veikir síðustu vikuna og margir hverjir á spítala.

Per Clausen þingmaður segist furða sig á því að matvæla- og heilbrigðisnefnd danska þingsins hafi ekki verið tilkynnt formlega um málið og segir hann ástandið mjög alvarlegt. Matvælaeftirlit Danmerkur og fleiri þarlendar stofnanir vinna nú hörðum höndum að því að finna hvaða matvara eða matvörur það eru sem innihalda salmonelluna en hafa lítið sem ekkert í höndunum enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×