Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar voru afhentar síðdegis í gær og fór athöfnin fram í forrými Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs.
Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri gróðursettu tré til heiðurs íbúum við götu ársins, Ísalind 1-8. Þar var jafnframt afhjúpaður skjöldur.

Veittar voru viðurkenningar fyrir:
- Götu ársins: Ísalind 1-8
- Framlag til umhverfismála: JB Byggingarfélag, opið svæði við Grandahvarf
- Frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði: Hólmaþing 10
- Hönnun fjölbýlishúss: Tröllakór 12-16
- Hönnun íþróttamannvirkis: Stúkan við Kópavogsvöll
- Endurgerð húsnæðis: Fífuhvammur 39