Erlent

Pattstaða í öryggisráðinu

Medvedev, forseti Rússlands.
Medvedev, forseti Rússlands. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er klofið í afstöðu sinni til átakanna í Georgíu. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að beita neitunarvaldi sínu á tillögu í málinu sem Rússar hafa lagt fram en þar er gert ráð fyrir vopnahléssamningi í sex liðum. Rússar, sem einnig hafa neitunarvald í ráðinu, hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir að ályktun sem samin var af Frökkum nái fram að ganga en í henni er gert ráð fyrir að Rússar hörfi með öllu út af Georgísku landsvæði.

Rússar hafa lýst því yfir að þeir verði farnir með her sinn frá Georgíu fyrir miðnætti í dag en að þeir ætli sér að vera áfram í Georgíu á landamærum Suður-Ossetíu. Brottflutningur rússneskra hermanna gengur hins vegar allt of hægt, að mati John Craddock, en hann er yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu.Craddock segir flutningana ganga með hraða snigilsins og að Rússar verði að setj í annan gír ætli þeir sér að standa við fyrri yfirlýsingar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×