Innlent

Starfsmenn Stafnáss fá greitt í dag

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar.
Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar.

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Stafnáss munu í dag fá greidd þau laun sem komin voru í vanskil, samkvæmt þeim upplýsingum sem Samiðn hefur frá stjórnendum Stafnáss.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því á miðvikudaginn að 95 starfsmönnum Stafnáss hefði verið sagt upp störfum. Einnig var sagt frá því að Samiðn væri með mál fyrirtækisins í athugun vegna þess að launagreiðslur til starfsmanna hefðu dregist.

Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar sagði í samtali við Vísi að flestir þeir starfsmenn sem fyrirtækið hefði sagt upp væru komnir með vinnu annarsstaðar.

Ekki náðist í Friðrik Hansen Guðmundsson, forstjóra Stafnáss, vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×