Erlent

Stakk sambýlismanninn margsinnis

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Deilum sambýlisfólks í Esbjerg í Danmörku lyktaði með því að rúmlega fertug kona stakk sambýlismann sinn margsinnis í brjóstið með hníf í gærkvöldi.

Maðurinn, sem er tæplega sextugur, var fluttur á sjúkrahús þungt haldinn og gekkst þar undir aðgerð í nótt. Ekki er vitað um líðan hans á þessari stundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×