Erlent

Mildari dómur vegna seinagangs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Politiken

Tveir Danir fengu mun mildari dóm en efni stóðu til fyrir tryggingasvik sem þeir voru fundnir sekir um.

Ástæðan er seinagangur við rannsókn málsins en það lá fyrst í heilt ár hjá ákæruvaldinu áður en ákæra var gefin út. Eftir að hún hafði litið dagsins ljós tók það eitt ár í viðbót að úthluta málinu til dómara hjá Landsréttinum. Þegar dómur loks féll þótti ekki annað tækt en skilorðbinda hann að fullu í stað þess að dæma fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi eins og ella hefði verið gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×