Erlent

Kókaínreki á danskar fjörur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Pakkningar með mjög sterku kókaíni hefur í þrígang rekið á land í bænum Lemvig á Vestur-Jótlandi síðastliðna tvo daga.

Um er að ræða þrjá pakka sem hver inniheldur eitt kíló af efninu og hefur lögreglan nú sólarhringsvakt við ströndina ef meira skyldi berast úr greipum ægis. Fjöldi fólks er á staðnum til að fylgjast með málinu og kostar það lögregluna enn meiri mannafla að halda því í hæfilegri fjarlægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×