Erlent

Fá Nóbel fyrir að uppgötva glóandi prótín

Roger Tsien, einn þeirra sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði.
Roger Tsien, einn þeirra sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði. MYND/AP

Tveir Bandaríkjamenn og Japani hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár samkvæmt ákvörðun Nóbelsakademíunnar.

Martin Chalfie, Roger Tsien og Osamu Shimomura eru verðlaunaðir fyrir að hafa uppgötvað glóandi prótín sem er mikið notað í líftækni. Prótínið nefnist græna flúorprótínið eða GFP. Hið sérstaka prótín var fyrst uppgötvað í marglyttu árið 1962 og hefur síðan verið notað á ýmsan hátt í líftækni.

Mennirnir þrír deila með sér tíu milljónum sænksra króna í verðlaunafé, jafnvirði ríflega hundrað milljóna króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×