Erlent

Þvinguðum hjónaböndum fjölgar í Noregi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mun fleiri tilkynningar um þvinguð hjónabönd berast Rauða krossinum í Noregi nú en áður.

Barnaverndaryfirvöld furða sig á því að tilkynnendur snúi sér ekki frekar til þeirra og segja slík mál eiga að berast þangað. Töluvert er um að múslimar þvingi börn og unglinga í hjónabönd og gefi þau saman áður en hjónavígslualdri samkvæmt norskum lögum er náð.

Formaður barnaverndarnefndar Kristiansand segir að mun skýrari úrræði þurfi að standa þeim til boða sem þvingaðir eru í hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×