Erlent

Vill endurskoða starf SÞ og G8

MYND/AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kallar eftir því að starfsemi Sameinuðu þjóðanna og samtaka átta helstu iðnríkja heims verið endurskoðuð til þess að hin vaxandi efnhagsveldi fái aukið vægi.

Þetta sagði forsetinn á ráðstefnu um stefnumótun í alþjóðamálum í Evian í Frakklandi í dag. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að helstu seðlabankar heims lækkuðu stýrivexti til þess að reyna að bregðast við versnandi efnahagsástandi í heiminum. Sarkozy sagði enn fremur að ríki gætu ekki leyst vandann hvert í sínu lagi heldur þyrfti samhent átak ríkisstjórna og seðlabankana heims á næstunni.

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, er einnig staddur á ráðstefnunni og þar kallaði hann eftir nýjum samningi í öryggismálum milli þjóða Evrópu. Banna ætti ríkjum að beita valdi hverju gegn öðru og tryggja að engin þjóð gæti haft alræði í þessum málum. Þá lagði hann áherslu á að Rússar og Bandaríkjamenn næðu nýju samkomulagi um að draga úr vígbúnaði landanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×