Erlent

Obama reynir að ná til andstæðinga fóstureyðinga

Barack Obama að borða ís með dætrum sínum.
Barack Obama að borða ís með dætrum sínum. Mynd/AP

Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrata og stuðningsmenn hans vinna nú að því að ná til þeirra kjósenda sem eru á móti fóstureyðingum. Það ætla þau að gera með því að hvetja til aðgerða til að hjálpa konum að halda börnum sínum í stað þess að fara í fóstureyðingar.

Í stefnuskrá Demókrata, þar sem markmiðið er að taka móðurhlutverkinu opnum örmum, kemur fram að Obama og félagar styðji fóstureyðar en aðeins sem langseinasta úrræðið. Demókrataflokkurinn vill standa við bakið á þeim konum sem ákveða að halda meðgöngunni áfram í stað þess að fara í fóstureyðingu.

Er markmiðið að trekkja að evangelíska kristna menn sem voru grundvallarkjósendur George Bush í síðustu forsetakosningum. Joel Hunter, prestur í Flórída sem hjálpaði til að móta stefnuskrána, sagði í viðtali við vefsíðuna Bloomberg að það væru þeir kjósendur sem væru að leita að afsökun til að kjósa Obama sem myndu nota þetta haldreipi til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×