Erlent

Rússar á förum frá Gori

MYND/AP

Rússneskt herlið er farið að láta frá sér svæði nærri borginni Gori í Georgíu í hendur Georgíumanna.

Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Þetta þýðir að Rússar eru farnir að virða aðalatriði í vopnahléssáttmála sem er ætlað að binda enda á átök þeirra við Georgíumenn sem hafa staðið yfir í heila viku. Rússar segja þó að hersveitir þeirra verði til taks næstu dagana, einkum til þess að fjarlægja vopn og sprengiefni á svæðinu. Georgíumenn hófu árásir gegn Suður-Ossetíumönnum frá Gori fyrir um viku síðan.

Rússneskar hersveitir sóttu inn í Gori á mánudag og hröktu georgískar hersveitir jafnt sem borgara á brott. Þá hafa Rússar jafnframt ráðist á Gori úr lofti og hafa frettir borist af því að Rússar hafi ráðist að borginni eftir að þeir samþykktu vopnahlé á þriðjudag.

Þá sást til herliðs Rússa nálgast borgina í gær og var óttast að Rússar ætluðu sér ekki að yfirgefa Georgíu þrátt fyrir friðaráætlun sem samþykkt hafði verið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×