Erlent

Sættir í sjónmáli hjá Líbönum og Sýrlendingum

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. MYND/AP

Forsetar Líbanon og Sýrlands ræddust við í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær og hafa þeir samþykkt að koma á fullum stjórnmálatengslum á milli ríkjanna.

Samkvæmt fréttum bresku sjónvarsstöðvarinnar BBC veitti Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, Michel Suleiman, starfsbróður sínum frá Líbanon, höfðinglegar móttökur í fyrstu heimsókn hans í þrjú ár. Spenna hefur ríkt á milli ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var myrtur árið 2005. Margir Líbanir kenna Sýrlendingum um morðið en Sýrlendingar hafna allri ábyrgð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×