Erlent

Hvítir Bandaríkjamenn verða í minnihluta

Hvítum mönnum fækkar hlutfallslega í Bandaríkjunum og samkvæmt nýrri mannfjöldaspá verða þeir orðnir minnihlutahópur árið 2042.

Þetta er átta árum fyrr en eldri spár höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt nýrri spá sem byggir á fæðingatíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda er gert ráð fyrir að minnihlutahópar í Bandaríkjunum verði eftir fáein ár samtals um 55% af þjóðinni. Spænskættaðir Bandaríkjamenn eru nú um 15% af þjóðinni, en talið er að þeir verði um 30% árið 2050. Þá er gert ráð fyrir að svörtum muni fjölga í 15% og asískættuðum muni fjölga úr 4% í 9%.

Búist er við því að Bandaríkjamenn verði um 439 milljónir talsins árið 2050. Þeir eru nú 305 milljónir, og þar af eru um 66% af hvítum kynþætti. Hvíti kynþátturinn er að eldast og gert er ráð fyrir að fjöldi fólks í aldurshópnum 85 ára og eldri muni þrefaldast á næstu fjörutíu árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×