Erlent

Segir drukkna Suður-Osseta skjóta á blaðamenn

Skriðdreki á vegum Suður-Osseta í Tskhinvali
Skriðdreki á vegum Suður-Osseta í Tskhinvali MYND/AP

Rússar stjórna enn georísku borginni Gori og hleypa engum inn í borgina. Þá hafa drukknir uppreisnarmenn úr röðum Suður-Osseta skotið á bæði borgara og blaðamenn við borgina eftir því sem danska blaðið Berlingske Tidende greinir frá.

Á vef dagblaðsins kemur fram að einn af starfsmönnum þess sé staddur á vettvangi. „Ég þurfti að stökkva upp í bíl hjá starfsbræðrum mínum þegar fólk byrjaði að hlaupa. Einn af hermönnunum skaut í jörðina fyrir framan tökumann og tók af honum vélina," segir Ole Damkjær, blaðamaður Berlingske.

Damkjær og fleiri blaðamönnum tókst að komast í skjól georískra hermanna. Hann segir enn fremur að georgíski herinn stjórni veginum á milli Gori og höfuðborgarinnar Tblisi. Fregnir bárust af því í morgun að Rússar hefðu hafið brottflutning herja sinna úr Gori en samkvæmt þessum fréttum virðist sá flutningur hægfara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×