Erlent

Mál gegn lögreglumönnum látið niður falla

Fórnarlamba fellibylsins Katrínar minnst.
Fórnarlamba fellibylsins Katrínar minnst.

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að láta ákærur, gegn sjö lögreglumönnum í New Orleans sem voru ásakaðir um skotárás eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir haustið 2005, niður falla.

Lögreglumennirnir voru ákærðir fyrir morð og morðtilraunir. Þeir voru sakaðir um að hafa skotið að óvopnuðu fólki sem flúði yfir Danziger brúnna í óveðrinu. Tveir menn fórust og fjórir særðust í skotárásinni.

Dómarinn úrskurðaði að galli hefði verið á málsmeðferðinni og ákvað því að láta málið niður falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×