Erlent

Bandaríkin og Líbýa innsigla samning um skaðabætur

Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu.
Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu. Mynd/Getty

Bandaríkin og Líbýa munu endurnýja diplómatísk tengsl sín eftir að hafa skrifað undir samning um skaðabætur vegna sprenginga sem varða löndin tvö. Skrifað var undir samninginn í Trípoli, höfuðborg Líbýu í dag.

Libýa mun veita skaðabætur vegna fórnarlamba í tveimur sprengingum, aðra í diskóteki í Berlín árið 1986 og aðra vegna Lockerbie sprengingarinnar árið 1988 en í báðum létust margir Bandaríkjamenn. Í staðinn munu Bandaríkjamenn bæta upp fyrir sprengingu á Tripoli og Benghazi 1986. Eru þetta niðurstöður langra og þreytandi samningaviðræða segja bandarískir erindrekar við fréttastofu BBC.

George Bush Bandaríkjaforseti sendi skilaboð til Muhammar Gaddafi, leiðtoga Libýu um að hann voni að samskipti landanna tveggja muni batna í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×