Erlent

Viljayfirlýsing um eldflaugavarnarkerfi

Donald Tusk.
Donald Tusk. MYND/AP

Pólskir og bandarískir samningamenn munu á morgun skrifa undir viljayfirlýsingu um að hluti af eldflaugavarnarkerfi, sem Bandaríkjamenn vilja setja upp í Austur-Evrópu, verði í Póllandi.

Þetta hefur Reuters-fréttarstofan eftir heimildarmönnum sem tengjast Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, nánum böndum. Í staðinn bjóða Bandaríkjamenn aukið samstarf í varnarmálum. Það þýðir meðal annars að Bandaríkjamenn muni koma Pólverjum til aðstoðar ef þriðja ríki ræðst á þau.

Bandaríkjamenn vilja koma upp eldflaugavarnakerfi í Póllandi og Tékklandi til þess að verjast því sem þau kalla óvinaríki eins og Íran og Norður-Kóreu. Rússar eru hins vegar mjög andvígir kerfinu og hafa meðal annars hótað því að beina eldflaugum sínum á skotmörk á Vesturlöndum ef af því verður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×