Viðskipti innlent

Eignir Exista rýrna meira en eigið fé

Fosvarsmenn Exista segjast vera með sterkar varnir til verjast gengistapi á bréfum félagsins í skráðum eignum.
Fosvarsmenn Exista segjast vera með sterkar varnir til verjast gengistapi á bréfum félagsins í skráðum eignum.
Þrjár lykileignir Exista, Sampo, Kaupþing og Bakkavör, hafa rýrnað um 42 milljarða frá því um áramót. Í máli forsvarsmanna Exista á kynningarfundi á föstudag kom fram að eigið fé hefði ekki minnkað nema um 7,4 milljarða á sama tíma.

Í ársskýrslu Exista kemur fram að bókfært virði Sampo og Kaupþings sé um 450 milljarðar en markaðsvirði félaganna um áramót var 355,7 milljarðar. Það er munur upp á 92,4 milljarða. Eigið fé Exista samkvæmt ársskýrslu var 216 milljarðar um áramót. Hlutir Exista í Sampo og Kaupþing hafa samtals rýrnað um 32,4 milljarða frá áramótum. Þegar við er bætt að hlutur Exista í Bakkavör hefur rýrnað um tæpa 10 milljarða frá bókfærðu virði í ársskýrslu myndu flestir halda að eigið fé Exista hefði minnkað sem þessu nemur eða um 42 milljarða. Það myndi þýða að eigið fé Exista væri í dag um 80 milljarðar og eiginfjárhlutfallið rétt tæp 14%.

Svo er þó ekki að sögn forsvarsmanna Exista sem halda því fram að rýrnun eigin fjár félagsins sé aðeins um 7,4 milljarðar frá áramótum. Aðspurður um skýringar á þessum mun segir Sigurður Nordal, talsmaður Exista, að félagið hafi varnir gegn gengistapi á bréfum félagsins og þær skýri af hverju eigið fé minnkar ekki takt við gengistap bréfa félagsins í skráðum félögum. "Eðlilega getum við ekki gefið upp hvað varnir félagið hefur af markaðsástæðum," segir Sigurður við Vísi.

Vegvísir Landsbankans sendi frá sér greiningu um eiginfjárstöðu Exista á föstudag. Þar var leitt líkum að því að eiginfjárhlutfall félagsins sé um 14% en hækki um 4% ef víkjandi lán, sem gefið var út á fjórða ársfjórnungi sé tekið með í reikninginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×