Innlent

Hafnarfjörður: Meirihlutinn sakaður um að fegra fjárhagsáætlunina

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. MYND/EOL

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði saka bæjarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar um að fegra fjárhagsáætlun bæjarins og rekstrarspá um sjö milljarða króna fyrir yfirstandandi ár með vísvitandi villandi framsetningu.

Það sé gert með því að færa sex milljarða króna söluhagnað af hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja inn í reikninga bæjarins. Það segja sjálfstæðismenn algerlega ómarktækt, enda rík mikil óvissa um sölu hlutabréfanna til Orkuveitu Reykjavíkur.

Málið sé fyrir dómi og ljóst að hugsanlegur söluhagnaður verði alls ekki að veruleika á yfirstandandi fjárhagsári. Sjálfstæðismenn í minnihlutanum segja ennfremur að í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar sé gert ráð fyrir einum milljarði króna í vaxtatekjur af söluhagnaðinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×