Orkuveitan hyggst selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja 19. desember 2008 17:02 Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í dag að selja 16,58% eignarhlut fyrirtækisins í Hitaveitu Suðurnesja. Fól stjórnin stjórnarformanni og forstjóra að leita eftir tilboðum. Haft verður samráð við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði með það fyrir augum að kanna hvort hagkvæmt sé að hafa samstarf um söluna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir ennfremur að Orkuveitan hafi keypt hlutinn í HS um mitt ár 2007 og sé bókfært virði hans 8,67 milljarðar króna. „Allt frá því í febrúar 2008, þegar Orkuveitu Reykjavíkur barst andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna, hefur staða eignarhlutarins verði í uppnámi. Samkvæmt niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála mátti Orkuveita Reykjavíkur ekki eiga nema 10% í HS. Með því útilokaðist einnig að Orkuveita Reykjavíkur gæti látið áður áformuð kaup á u.þ.b. 15% hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitunni. Ágreiningur Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar er fyrir dómstólum," segir í tilkynningunni. Allt frá því viðhorf samkeppnisyfirvalda lá fyrir hafi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fengist við það að greiða úr málum þannig að skilyrði samkeppnisyfirvalda yrðu uppfyllt, hagsmuna Orkuveitu Reykjavíkur gætt og leitast væri við að greiða úr ágreiningi við Hafnarfjarðarbæ. Málið hafi verið til umræðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur allt þetta ár og á fundi sínum í dag áréttaði stjórnin áform sín um að selja eignarhlutinn. „Í samræmi við lög, sem sett voru á Alþingi síðastliðið vor, verður Hitaveitu Suðurnesja skipt upp nú um áramótin í HS Orku hf. og HS Dreifingu hf. og verður eignarhlutur OR 16,58% í hvoru félagi. Áformað er að selja hluti Orkuveitu Reykjavíkur í báðum félögum. „Það hefur legið fyrir allt þetta ár að það þarf að höggva á hnúta í þessu máli. Besta leiðin til þess er að selja hlutinn. Orkuveita Reykjavíkur hefur metnaðarfull uppbyggingaráform í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Fjármögnun þeirra er erfið nú um stundir og sala á hlutnum léttir vissulega undir með okkur," segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur um málið. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í dag að selja 16,58% eignarhlut fyrirtækisins í Hitaveitu Suðurnesja. Fól stjórnin stjórnarformanni og forstjóra að leita eftir tilboðum. Haft verður samráð við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði með það fyrir augum að kanna hvort hagkvæmt sé að hafa samstarf um söluna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir ennfremur að Orkuveitan hafi keypt hlutinn í HS um mitt ár 2007 og sé bókfært virði hans 8,67 milljarðar króna. „Allt frá því í febrúar 2008, þegar Orkuveitu Reykjavíkur barst andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna, hefur staða eignarhlutarins verði í uppnámi. Samkvæmt niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála mátti Orkuveita Reykjavíkur ekki eiga nema 10% í HS. Með því útilokaðist einnig að Orkuveita Reykjavíkur gæti látið áður áformuð kaup á u.þ.b. 15% hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitunni. Ágreiningur Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar er fyrir dómstólum," segir í tilkynningunni. Allt frá því viðhorf samkeppnisyfirvalda lá fyrir hafi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fengist við það að greiða úr málum þannig að skilyrði samkeppnisyfirvalda yrðu uppfyllt, hagsmuna Orkuveitu Reykjavíkur gætt og leitast væri við að greiða úr ágreiningi við Hafnarfjarðarbæ. Málið hafi verið til umræðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur allt þetta ár og á fundi sínum í dag áréttaði stjórnin áform sín um að selja eignarhlutinn. „Í samræmi við lög, sem sett voru á Alþingi síðastliðið vor, verður Hitaveitu Suðurnesja skipt upp nú um áramótin í HS Orku hf. og HS Dreifingu hf. og verður eignarhlutur OR 16,58% í hvoru félagi. Áformað er að selja hluti Orkuveitu Reykjavíkur í báðum félögum. „Það hefur legið fyrir allt þetta ár að það þarf að höggva á hnúta í þessu máli. Besta leiðin til þess er að selja hlutinn. Orkuveita Reykjavíkur hefur metnaðarfull uppbyggingaráform í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Fjármögnun þeirra er erfið nú um stundir og sala á hlutnum léttir vissulega undir með okkur," segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur um málið.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira