Innlent

Opið í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær, í fyrsta sinn í vetur. Í dag verða lyftur í gangi frá klukkan fjögur til klukkan níu í kvöld og um helgina er stefnt að því að hafa opið frá klukkan tíu á morgnana til sex á kvöldin.

Einar Bjarnason rekstrarstjóri segir að nú sé púðursnjór í Bláfjöllum en þó vanti enn upp á snjóalög til að unnt sé að opna allt svæðið. Sérstök athygli er vakin á svokallaðri norðurleið í Kóngsgili, sem nú er sögð ein flottasta brekkan eftir landmótun síðastliðið sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×