Innlent

Þjófnaðarbrotum hefur fjölgað á árinu

Tilkynnt var um rétt tæplega 3.700 brot til lögreglunnar í nóvember á þessu ári sem eru færri brot en á sama tíma í fyrra en þá var tilkynnt um tæplega 5.600 brot.

Fíkniefnabrot voru 133 sem er sami fjöldi og í fyrra. Þjófnaðarbrotum hefur farið fjölgandi á árinu. Þau voru um 200 talsins í janúar en komin upp í tæplega 500 slík brot í október og nóvember.

Einnig hefur orðið fjölgun á innbrotum á árinu en tilkynnt var um tæplega 300 brot í október og nóvember. Tilkynnt var um 12 til 23 brot á mánuði vegna fjársvika, en flest voru tilkynnt í nóvember.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði í nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×