Innlent

Tvær leiðir færar ef breyta þarf stjórnarskránni vegna ESB-aðildar

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Sé tekið mið af umræðunni í tilefni af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og síðari rökum má telja víst að ekki náist samstaða um aðild að Evrópusambandinu nema með breytingu á stjórnarskrá, að mati Davíðs Þór Björgvinssonar, dómara við Mannréttindastól Evrópu og prófessors við HR. Hann telur tvær leiðir færar sem eru þó ólíkar. Þetta kemur fram í Morgunblaðsgrein eftir Davíð Þór í dag.

Almennt ákvæði um alþjóðastofnanir

Fyrri leiðin er að setja í stjórnarskrá almennt ákvæði sem hefur að geyma heimild til að deila valdheimildum ríkisins með öðrum ríkjum á vettvangi alþjóðastofnana. Davíð Þór segir að þetta sé sú leið sem er algengust meðal aðildarríkja Evrópusambandsins sem flest gera auk þess ráð fyrir auknum meirihluta á löggjafarþingi við afgreiðslu frumvarpa.

Ákvæði sem á einungis við ESB

Í öðru lagi er leið sem farin hefur verið í sumum aðildarríkjum Evrópusambandsins, þar á meðal í Þýskalandi og Írlandi, en hún felur í sér að setja ákvæði í stjórnarskrá sem mælir sérstaklega fyrir um aðild að ESB. ,,Þessi leið er lagalega ólík hinni þar sem hún tæki eingöngu til ESB, en ekki til annars alþjóðlegs samstarfs," segir Björgvin.

Ákvörðun um aukin þingmeirihluta

Davíð Þór segir að hvor leiðin sem verði fari verði að taka sjálfstæða ákvörðun til þess hvort áskilja eigi í stjórnarsrká aukinn meirihluta þingmanna við setningu sem heimila framsal. Flest aðildarríki ESB hafi valið að stja skilyrði um aukinn þingmeirihluta og þurfa til að mynda í Danmörku 80% þingmanna að samþykja framsalsheimildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×