Handbolti

Noregur mætir Suður-Kóreu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kim Ona, leikmaður Suður-Kóreu.
Kim Ona, leikmaður Suður-Kóreu.

Ljóst er hvaða lið munu mætast í undanúrslitum í handboltakeppni kvenna í Peking. Átta liða úrslitin fóru fram í dag.

Noregur vann Svíþjóð örugglega 31-24 og mun mæta Suður-Kóreu í undanúrslitunum á fimmtudag. Suður-Kórea rúllaði yfir Kína í dag 31-23.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Ungverjaland og Rússland. Ungversku stelpurnar unnu nokkuð óvæntan sigur á Rúmeníu í átta liða úrslitum 34-30 og Rússland vann Frakkland 32-31 í hörkuleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×