Innlent

Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að starfrækja áfram heimili fyrir karla með áfengisvanda og annan vímuefnavanda á Njálsgötu í ljósi þeirra reynslu sem hafi fengist. Staðsetning heimilisins sætti mikilli gagnrýni íbúa á Njálsgötunni þegar það opnaði sumarið 2007.

Í skýrslu sem forstöðumaður heimilisins sendi Velferðarsviði fyrr í nóvembermánuði segir að að rætt hafi verið við nágranna, aðstandendur og heimilismenn til að meta hvernig hafi tekist til. Náðst hafi í 23 nágranna heimilisins, ekki hafi tekist að ná sambandi við alla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Meginniðurstaða sé að starfsemi heimilisins trufli ekki nágranna, undantekin sé þó frásögn þriggja aðila, sem lýstu því að starfsemin hefði truflað og valdið þeim ónæði. Rætt hafi verið símleiðis við leikskólastjóra sem hafi sagt að starfsemin hafi ekki valdið truflun. Aðstandendur hafi lýst ánægju með heimilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×