Alfreð hættir með Gróttu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2008 14:16 Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu. Mynd/Anton Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum en hefur tilkynnt bæði stjórn og leikmönnum ákvörðun sína. Alfreð gerði ÍBV að Íslandsmeisturunum árið 2006 og tók við liði Gróttu eftir það. Hann var kjörinn þjálfari ársins bæði árið 2006 og 2007 en Grótta varð í öðru sæti í deildinni í fyrra. Grótta er sem stendur í fjórða sæti N1-deildar kvenna, tólf stigum á eftir toppliði Fram. Á heimasíðu Gróttu birtist eftirfarandi yfirlýsing frá Alfreð: „Ég hef ákveðið að hætta þjálfun á kvennaliði Gróttu eftir þetta tímabil. Ég gerði 3 ára samning þegar ég kom aftur á Nesið þannig að í raun á ég eitt ár eftir af honum en þetta er niðurstaðan og hef ég nú tilkynnt leikmönnum og stjórn ákvörðun mína. Þetta hefur ekkert með vonbrigði vetrarins að gera, vissulega hefði verið skemmtilegra að kveðja eftir árangursríkari vetur en svona er lífið. Ég hef ekki leynt því að þessi vetur hefur verið erfiður en að sama skapi lærdómsríkur og jafnframt skemmtilegur enda er þetta topphópur skemmtilegra einstaklinga. Nú verður markmið okkar að halda 4.sætinu og gera gott úr því sem eftir er. Ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta er einfaldlega sú að ég á 1 ár eftir í náminu mínu og mér finnst ég skulda sjálfum mér að hafa skólann í forgangi næsta vetur. Einnig verð ég að játa að æfingatímarnir henta illa fyrir fjölskylduna sérstaklega þar sem við hjónin erum í þessu saman, það ætti því að vera minna álag á ömmu og afa næsta vetur. Það verður vafalítið einkennilegt að vera ekki að þjálfa og ég kem til með að sakna þess. Hvort að ég taki mér eingöngu 1 árs frí eða hætti alveg kemur í ljós síðar og fæst orð bera minnsta ábyrgð í því samhengi." Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum en hefur tilkynnt bæði stjórn og leikmönnum ákvörðun sína. Alfreð gerði ÍBV að Íslandsmeisturunum árið 2006 og tók við liði Gróttu eftir það. Hann var kjörinn þjálfari ársins bæði árið 2006 og 2007 en Grótta varð í öðru sæti í deildinni í fyrra. Grótta er sem stendur í fjórða sæti N1-deildar kvenna, tólf stigum á eftir toppliði Fram. Á heimasíðu Gróttu birtist eftirfarandi yfirlýsing frá Alfreð: „Ég hef ákveðið að hætta þjálfun á kvennaliði Gróttu eftir þetta tímabil. Ég gerði 3 ára samning þegar ég kom aftur á Nesið þannig að í raun á ég eitt ár eftir af honum en þetta er niðurstaðan og hef ég nú tilkynnt leikmönnum og stjórn ákvörðun mína. Þetta hefur ekkert með vonbrigði vetrarins að gera, vissulega hefði verið skemmtilegra að kveðja eftir árangursríkari vetur en svona er lífið. Ég hef ekki leynt því að þessi vetur hefur verið erfiður en að sama skapi lærdómsríkur og jafnframt skemmtilegur enda er þetta topphópur skemmtilegra einstaklinga. Nú verður markmið okkar að halda 4.sætinu og gera gott úr því sem eftir er. Ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta er einfaldlega sú að ég á 1 ár eftir í náminu mínu og mér finnst ég skulda sjálfum mér að hafa skólann í forgangi næsta vetur. Einnig verð ég að játa að æfingatímarnir henta illa fyrir fjölskylduna sérstaklega þar sem við hjónin erum í þessu saman, það ætti því að vera minna álag á ömmu og afa næsta vetur. Það verður vafalítið einkennilegt að vera ekki að þjálfa og ég kem til með að sakna þess. Hvort að ég taki mér eingöngu 1 árs frí eða hætti alveg kemur í ljós síðar og fæst orð bera minnsta ábyrgð í því samhengi."
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira