Viðskipti innlent

Glitnir gefur út afkomuviðvörun

MYND/GVA

Vegna hruns á hlutabréfum í Glitni í gær hefur stjórna Glitnis gefið út afkomuviðvörun.

Í tilkynningu um málið segir að stjórn Glitnis hafi samþykkt 29. september að boða til hluthafafundar eins fljótt og auðið er. Þar verður tekin fyrir tillaga um kaup ríkissjóðs á nýju hlutafé í bankanum fyrir 600 milljónir evra fyrir 75 prósenta hlut.

Viðbrögð markaðarins í gær voru að gengi hlutabréfa Glitnis lækkaði um 71 prósent. Sú verðmætarýrnun auk 23 prósenta lækkunar á ICEX15 á þriðja ársfjórðungi mun hafa í för með sér auknar afskriftir og neikvæð áhrif á afkomu Glitnis á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs.

Á þessum tímapunkti er ekki ljóst hve mikil áhrifin verða en við samþykkt hluthafafundar á tilboði ríkissjóðs um aukningu eigin fjár um 84 milljarða þá mun Glitnir vera mjög vel í stakk búinn til að mæta auknum afskriftum, segir í tilkynningu Glitnis.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×