Erlent

Stórbruni í Björgvin í Noregi í nótt

Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð stjórn á miklu eldhafi sem kviknaði í Björgvin í Noregi í nótt.

Fimm byggingar við sjávarsíðuna voru í ljósum logum þegar slökkvilið kom að brunanum og fjórar þeirra eru nú rústir einar. Tólf manns var bjargað úr eldinum og ekki er talið að neinn hafi orðið honum að bráð.

Meðal annars tókst að fjarlægja 30 - 40 olíutunnur úr einu húsinu áður en eldurinn læsti sig í þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×