Hamilton: Stefni ekki á met Schumachers 27. nóvember 2008 13:53 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 ekur á Wembley 14. desember í móti meistaranna. mynd: kappakstur.is Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum. Hamilton verður 24 ára í janúar og þó hann eigi mörg ár eftir í Formúlu 1 segist hann ekki vera að stefna á met Schumachers, sjö titla og 91 sigur í mótum. "Mig langar að vinna fleiri titla, en met Schumachers er ekkert sérstakt keppikefli hjá mér. Það væri gaman að landa fleiri titlum, en að slá met Schumachers er ekki í sjónmáli", sagði Hamilton í viðtal við fréttablað á heimaslóðum McLaren. "Það er eitthvað innra með manni sem knýr mann áfram og það er magnað að fá stuðning frá McLaren. Ég trúði vart mótttökunum sem ég fékk hjá McLaren þegar ég hafði unnið titilinn. Maður verður bara að standa undir væntingum þeirra til að líða vel", sagði Hamilton. Kærasta Hamiltons, Nicole Scwarzinger er söngkona Pussycat Dolls og þau eru mjög náin hvort öðru og fjölskyldunni. Líklegt er að Hamilton verði kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi. Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum. Hamilton verður 24 ára í janúar og þó hann eigi mörg ár eftir í Formúlu 1 segist hann ekki vera að stefna á met Schumachers, sjö titla og 91 sigur í mótum. "Mig langar að vinna fleiri titla, en met Schumachers er ekkert sérstakt keppikefli hjá mér. Það væri gaman að landa fleiri titlum, en að slá met Schumachers er ekki í sjónmáli", sagði Hamilton í viðtal við fréttablað á heimaslóðum McLaren. "Það er eitthvað innra með manni sem knýr mann áfram og það er magnað að fá stuðning frá McLaren. Ég trúði vart mótttökunum sem ég fékk hjá McLaren þegar ég hafði unnið titilinn. Maður verður bara að standa undir væntingum þeirra til að líða vel", sagði Hamilton. Kærasta Hamiltons, Nicole Scwarzinger er söngkona Pussycat Dolls og þau eru mjög náin hvort öðru og fjölskyldunni. Líklegt er að Hamilton verði kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi.
Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira