Heimamaðurinn Shamin Khan og Argentínumaðurinn Daniel Vancik hafa forystu eftir fyrsta hringinn á Johnnie Walker mótinu í golfi sem fram fer á Indlandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Tvímenningarnir léku fyrsta hringinn á 67 höggum og hafa eins höggs forystu á ellefu aðra kylfinga. Tveir af aðalmönnunum á mótinu, þeir Adam Scott og Jeev Milkha Singh, hafa ekki náð sér á strik til þessa.
Vijay Singh var ekki sáttur við sína frammistöðu eftir að hann lék á 70 höggum og Skotinn Colin Montgomery hefur oft verið betri enda á tveimur höggum yfir pari. Þá er Englendingurinn Ian Poulter ekki í betri málum á 76 höggum eða fjórum yfir pari.