Kjúklingar framar jafnrétti? Elías Jón Guðjónsson skrifar 30. apríl 2008 00:01 Það kemur á óvart að formaður Ungra jafnaðarmanna, Anna Pála Sverrisdóttir, skuli velja að kasta ryki í augun á fólki, og ekki síst sjálfri sér, í grein hér í Fréttablaðinu á dögunum í stað þess að krefja skólagjaldasinna innan Samfylkingarinnar svara. Sem betur fer hefur Samfylkingin ekki öll gefist upp gagnvart þeirri stefnu að vilja tryggja öllum jafnrétti náms með því að standa gegn skólagjöldum við opinbera háskóla. Því hefur enginn haldið fram. Það sem margir hafa áhyggjur af er hversu margir fulltrúar Samfylkingarinnar eiga erfitt með að útiloka skólagjöld. Sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hefur ekki útilokað þau, ekki heldur viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, og enn síður varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Einar Már Sigurðarson. Að auki hefur einn af helstu forystumönnum flokksins, Stefán Jón Hafstein, beinlínis mælt fyrir því að skólagjöld verði tekin upp. Þau eru ekki þau einu sem daðra við þá hugmynd að rétt sé að taka upp skólagjöld. Skoðanir þessa fólks, sem virðast njóta sívaxandi stuðnings á meðal forystufólks Samfylkingarinnar, hljóta að vera áhyggjuefni fyrir formann Ungra jafnaðarmanna og allt stuðningsfólk Samfylkingarinnar sem vill tryggja jafnrétti til náms. Formaður Ungra jafnaðarmanna hefur engar áhyggjur af þessu og vill frekar snúa sér að því að lækka verð á hvítu kjöti, enda hafi formaður hennar lagt það til. Á ég að skilja þetta þannig að hún vilji frekar berjast fyrir einhverju sem formaðurinn hennar er sammála? Finnst henni mikilvægara að tryggja ódýrara kjúklingakjöt heldur en jafnrétti til náms? Ef svo er þá er henni og forystusveit Samfylkingarinnar velkomið að sjá um kjúklingakjötið – við Vinstri græn skulum sjá um að tryggja jafnrétti til náms og þiggjum alla mögulega aðstoð í þeirri baráttu enda ekki vanþörf á.Höfundur er varformaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það kemur á óvart að formaður Ungra jafnaðarmanna, Anna Pála Sverrisdóttir, skuli velja að kasta ryki í augun á fólki, og ekki síst sjálfri sér, í grein hér í Fréttablaðinu á dögunum í stað þess að krefja skólagjaldasinna innan Samfylkingarinnar svara. Sem betur fer hefur Samfylkingin ekki öll gefist upp gagnvart þeirri stefnu að vilja tryggja öllum jafnrétti náms með því að standa gegn skólagjöldum við opinbera háskóla. Því hefur enginn haldið fram. Það sem margir hafa áhyggjur af er hversu margir fulltrúar Samfylkingarinnar eiga erfitt með að útiloka skólagjöld. Sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hefur ekki útilokað þau, ekki heldur viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, og enn síður varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Einar Már Sigurðarson. Að auki hefur einn af helstu forystumönnum flokksins, Stefán Jón Hafstein, beinlínis mælt fyrir því að skólagjöld verði tekin upp. Þau eru ekki þau einu sem daðra við þá hugmynd að rétt sé að taka upp skólagjöld. Skoðanir þessa fólks, sem virðast njóta sívaxandi stuðnings á meðal forystufólks Samfylkingarinnar, hljóta að vera áhyggjuefni fyrir formann Ungra jafnaðarmanna og allt stuðningsfólk Samfylkingarinnar sem vill tryggja jafnrétti til náms. Formaður Ungra jafnaðarmanna hefur engar áhyggjur af þessu og vill frekar snúa sér að því að lækka verð á hvítu kjöti, enda hafi formaður hennar lagt það til. Á ég að skilja þetta þannig að hún vilji frekar berjast fyrir einhverju sem formaðurinn hennar er sammála? Finnst henni mikilvægara að tryggja ódýrara kjúklingakjöt heldur en jafnrétti til náms? Ef svo er þá er henni og forystusveit Samfylkingarinnar velkomið að sjá um kjúklingakjötið – við Vinstri græn skulum sjá um að tryggja jafnrétti til náms og þiggjum alla mögulega aðstoð í þeirri baráttu enda ekki vanþörf á.Höfundur er varformaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar