Ef þetta er rétt – hvað er þá rangt? Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 2. júní 2025 13:48 Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar