Ákall Valdimar Júlíusson skrifar 2. júní 2025 09:32 Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar