Hinn óseðjandi Eiríkur Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:31 Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar