Hvetja til varðveislu Hallargarðsins 30. apríl 2008 17:48 Fríkirkjuvegur 11. MYND/Róbert Reynisson Á framhaldsstofnfundi Hollvina Hallargarðsins sem haldinn var í gær var samþykkt að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Á fundinum var kynnt tillaga að kaupsamningi milli borgarinnar og Novators um Fríkirkjuveg 11 og þær breytingar á Hallargarðinum sem hann hefur í för með sér, en samningurinn verður afgreiddur í borgarstjórn í maí. Þetta segir í fréttatilkynningu frá hollvinunum. Enn fremur segir: „Þorleifur Gunnarsson borgarfulltrúi kynnti samningsdrögin og sagði mikið ósamræmi milli texta þeirra og teikninga sem þeim fylgdu. Samson B. Harðarson lektor og landslagsarkitekt rakti sögu Hallargarðsins og lagði áherslu á að garðurinn væri fyrsti nýklassíski almenningsgarður landsins og einstakur í sinni röð. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, fjallaði um þjóðminjalög og hlutverk fornleifaverndar. Að loknum umræðum voru hollvinasamtökin formlega stofnuð, þeim settar samþykktir og stjórn kjörin. Stofnfélagar eru ríflega eitt hundrað talsins. Markmið Hollvina Hallargarðsins eru: Að vernda Hallargarðinn og færa hann í það horf sem hann var hannaður 1953 - 1954; að hlúð verði að fornminjum í og við Hallargarðinn svo sem hestagerðinu, tröðunum og múrnum umhverfis; að tryggja að allt svæðið verði óskert og ætíð opið almenningi. Allir landsmenn sem styðja markmið samtakanna og skrá sig í samtökin geta orðið Hollvinir Hallargarðsins. Í stjórn voru kjörnir: Auður Sveinsdóttir, Erla J. Þórðardóttir, Heimir B. Janusarson, Katrín Fjeldsted, Samson B. Harðarson, Sólveig Arnardóttir, Þorgrímur Gestsson. Varamenn: Vésteinn Valgarðsson, Júlíana Gottskálksdóttir og Jón H. Björnsson. Ályktun fundarins er svohljóðandi: Stofnfundur Hollvina Hallargarðsins 29. apríl 2008 hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Hallargarðurinn er einn fyrsti sérhannaði almenningsgarður borgarinnar og einstakur meðal garða í Reykjavík. Hallargarðurinn er órjúfanlegur hluti af miðborgarmyndinni og menningarsögunni. Því ber borgaryfirvöldum að varðveita garðinn þannig að komandi kynslóðir fái notið hans á þann hátt sem hugmyndin var í upphafi til útivistar, leikja og samkomuhalds. Þá hvetur fundurinn borgarstjórn til að hlú að fornminjum í og við Hallargarðinn svo sem hestagerðinu, tröðunum og múrnum umhverfis." Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Á framhaldsstofnfundi Hollvina Hallargarðsins sem haldinn var í gær var samþykkt að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Á fundinum var kynnt tillaga að kaupsamningi milli borgarinnar og Novators um Fríkirkjuveg 11 og þær breytingar á Hallargarðinum sem hann hefur í för með sér, en samningurinn verður afgreiddur í borgarstjórn í maí. Þetta segir í fréttatilkynningu frá hollvinunum. Enn fremur segir: „Þorleifur Gunnarsson borgarfulltrúi kynnti samningsdrögin og sagði mikið ósamræmi milli texta þeirra og teikninga sem þeim fylgdu. Samson B. Harðarson lektor og landslagsarkitekt rakti sögu Hallargarðsins og lagði áherslu á að garðurinn væri fyrsti nýklassíski almenningsgarður landsins og einstakur í sinni röð. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, fjallaði um þjóðminjalög og hlutverk fornleifaverndar. Að loknum umræðum voru hollvinasamtökin formlega stofnuð, þeim settar samþykktir og stjórn kjörin. Stofnfélagar eru ríflega eitt hundrað talsins. Markmið Hollvina Hallargarðsins eru: Að vernda Hallargarðinn og færa hann í það horf sem hann var hannaður 1953 - 1954; að hlúð verði að fornminjum í og við Hallargarðinn svo sem hestagerðinu, tröðunum og múrnum umhverfis; að tryggja að allt svæðið verði óskert og ætíð opið almenningi. Allir landsmenn sem styðja markmið samtakanna og skrá sig í samtökin geta orðið Hollvinir Hallargarðsins. Í stjórn voru kjörnir: Auður Sveinsdóttir, Erla J. Þórðardóttir, Heimir B. Janusarson, Katrín Fjeldsted, Samson B. Harðarson, Sólveig Arnardóttir, Þorgrímur Gestsson. Varamenn: Vésteinn Valgarðsson, Júlíana Gottskálksdóttir og Jón H. Björnsson. Ályktun fundarins er svohljóðandi: Stofnfundur Hollvina Hallargarðsins 29. apríl 2008 hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi. Hallargarðurinn er einn fyrsti sérhannaði almenningsgarður borgarinnar og einstakur meðal garða í Reykjavík. Hallargarðurinn er órjúfanlegur hluti af miðborgarmyndinni og menningarsögunni. Því ber borgaryfirvöldum að varðveita garðinn þannig að komandi kynslóðir fái notið hans á þann hátt sem hugmyndin var í upphafi til útivistar, leikja og samkomuhalds. Þá hvetur fundurinn borgarstjórn til að hlú að fornminjum í og við Hallargarðinn svo sem hestagerðinu, tröðunum og múrnum umhverfis."
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira