Viðskipti innlent

Icelandair stofnar nýja ferðaskrifstofu

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Icelandair Group hefur ákveðið að stofna nýja ferðaskrifstofu fyrir íslenska markaðinn sem leggja mun áherslu á á sumar- og vetrarleyfisferðir Íslendinga og móttöku erlendra ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands.

Hörður Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, hefur verið ráðinn til stjórnarsetu í félögum innan Icelandair Group vegna þessa. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningunni að Icelandair hafi hingað til ekki lagt áherslu á almenna ferðaskrifstofustarfsemi eða að bjóða þjónustu fyrir Íslendinga á leið í frí með leiguflugi. Félagið telji sig hins vegar hafa þekkingu, reynslu og tækjakost til þess að geta á stuttum tíma náð góðum árangri og markaðshlutdeild.

Hörður Gunnarsson tekur meðal annars við stjórnarformennsku í Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair, og mun meðal annars vinna að því með núverandi stjórnendum að útvíkka ferðaþjónustustarfsemi Icelandair Group bæði í mótttöku erlendra ferðamanna og skipulagningu ferða fyrir Íslendinga. Mun Iceland Travel, eða dótturfyrirtæki þess, taka að sér framleiðslu á skipulögðum hópferðum fyrir Íslendinga í afþreyingarferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×