Innlent

Yfirlýsing frá forstjórum Landspítalans

Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga.
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga. MYND/Pjetur Sigurðsson

Vísi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá forstjórum Landspítala - háskólasjúkrahúss:

„Starfandi forstjórar Landspítala lýsa yfir að það vinnufyrirkomulag sem öðlast átti gildi 1. maí 2008 er ekki til umræðu lengur og núverandi vaktafyrirkomulag gildir til 1. maí 2009, nema um annað verði samið.

Virða ber ákvæði laga um aðbúnað , hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem innleiða m.a. vinnutímatilskipun ESB. Skal í því skyni settur vinnuhópur um útfærslu á vaktaskipulagi. Vinnuhópurinn skal skipaður einum skurðhjúkrunarfræðingi og einum svæfingahjúkrunarfræðingi og tveimur einstaklingum tilnefndum af stjórnendum spítalans auk oddamanns sem heilbrigðisráðherra tilnefnir. Vinnuhópurinn skal skila greinargerð á tveggja mánaða fresti til heilbrigðisráðherra. Stefnt er að því að vinnuhópurinn komist að samhljóða niðurstöðu eigi síðar en um næstu áramót."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×