Viðskipti innlent

Novator Properties og Straumur kaupa í Property Group

Novator Properties, nýtt alþjóðlegt fasteignafélag, og Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hafa eignast 22,5% hlut í danska fasteignafélaginu Property Group.

Það er eignarhaldsfélagið PG Invest A/S fer með hlutinn í Property Group en það er í eigu Novator Properties og Straums.

Í tilkynningu um málið segir að Property Group sé fasteignafélag með eignir í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og í Austur-Evrópu.

Stefnt er að því að félagið verði skráð á markað innan fárra ára. Í tilkynningunni segir að innkoma nýs hluthafa hafi mikla þýðingu fyrir Property Group. Þar sé kominn fjárhagslega sterkur hluthafi með sérþekkingu á fjárfestingum í fasteignum. Það sé mikilvægt að hafa slíkan hluthafa innanborðs í undirbúningi fyrir skráningu á markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×