Viðskipti innlent

Vill ekki gefa upp hverjir keyptu Viðskiptablaðið

Viðskiptablaðið mun framvegis koma út vikulega.
Viðskiptablaðið mun framvegis koma út vikulega.

Haraldur Johannessen ritstjóri Viðskiptablaðsins vill að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það eru sem standa að baki kaupum á Viðskiptablaðinu. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var það Útgáfufélagið Myllusetur ehf sem keypti Viðskiptablaðið en skráður eigandi þess er Haraldur.

Haraldur segir í samtali við Vísi í kvöld að ekki sé komið að því að gefa upp hverjir standi að baki kaupunum með sér en það verði gert síðar. „Ég læt vita strax og ég get."

Fram hefur komið í fjölmiðlum að nýir eigendur Viðskiptablaðsins hyggist gefa það út sem vikublað. Fiskifréttir munu einnig halda áfram að koma út auk þess sem netmiðlarnir vb.is og skip.is verða einnig starfræktir.




Tengdar fréttir

Viðskiptablaðið selt til Mylluseturs

Nýtt útgáfufélag, Myllusetur ehf, hefur keypt Viðskiptablaðið og hyggst gefa það út sem vikublað. Þetta kemur fram á Eyjunni í kvöld. Skráður eigandi Myllyseturs er Haraldur Johannessen, ritstjóri blaðsins en Eyjan segir að athafnamaðurinn Róbert Wessman sé á meðal eigenda. Viðskiptablaðið var í eigu dótturfélags Exista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×