Hvert stefna stjórnvöld í landinu? Grétar Mar Jónsson skrifar 31. júlí 2008 04:00 Aðgerðaleysi núverandi ríkistjórnarflokka Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er algjört, í einu mesta efnahagsöngþveiti sem um getur á síðari tímum þar sem léleg tök á efnahagsstjórn innanlands og ytri aðstæður leggjast á eitt til að kreppa að hag landsmanna. Ofskattlagning á einstaklinga á vinnumarkaði, hefur gert það að verkum að heimilin hafa í æ ríkari mæli skuldsett sig í formi neyslulána í bönkum, þar sem vextir og verðtrygging verða til þess á tímum sem þessum að fjármálastofnanir græða en hagur fólks rýrnar í réttu samhengi. Ríkisstjórn landsins hefur enn ekki boðað nokkurn þann hlut er létta kann hluta af þeim byrðum er fólk í landinu þarf nú um stundir þarf að bera. Stjórnarþingmenn eru ekki sammála um stjórnarstefnunna þar sem einhver einn eða annar setur sig upp á móti ákvörðunum ríkisstjórnar í hinum margvíslegustu stjórnvaldsákvörðunum sem teknar hafa verið og talar þannig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Evrópumálin eru gott dæmi um tilraun stjórnarflokka til þess að nota smjörklípuaðferð til þess að drepa á dreif hinu alvarlega ástandi í efnahagsmálum innanlands. Menn eru ekki sammála um Lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli frekar en stjórnvaldsaðgerðir við framkvæmd orkunýtingarstefnu þar sem farið er í felur með skólfustungu að byggingu álvera sem atvinnuskapandi verkefna. Viðskiptaráðherrann virðist til dæmis bæði með og á móti framkvæmdum í Helguvík, og sams konar viðhorf er að finna hjá iðnaðaráðherra gagnvart álveri á Bakka við Húsavík. Með öðrum orðum flokkarnir leika tveimur skjöldum í hverju málinu á fætur öðru þar sem hvor um sig reynir að slá sig sjálfan til riddara á torgi sýndarmennskunnar. Enga samstöðu stjórnvalda er því að finna þegar þjóðin má taka þungum búsifjum efnahagslega, almenningur og fyrirtæki. Sé það eitthvað eitt sem gæti lagt lóð á vogarskálar í því ástandi sem við blasir hér á landi er þar fyrst að nefna að auka veiðheimildir úr þorskstofninum hér við land. Í því felst engin áhætta heldur einungis ávinningur sökum þess að okkur er óhætt að veiða 200 þús. tonn hér við land og yfir án áhættu í því sambandi, það sýnir reynsla Norðmanna af ákvarðantöku úr Barentshafi. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að hefjast handa við að endurskoða kerfi fiskveiðistjórnunar sem ekki hefur skilað þeim árangri er stefnt var að í áraraðir. Kerfi sem Íslendingar hafa nú fengið að vita að brjóti mannréttindi á þegnum landsins í sjómannastétt og er okkur algjör hneisa að við skulum ekki enn vera þess umkomnir að laga og bæta svo við getum talist þjóð meðal þjóða. Núverandi ríkistjórnarflokkar þurfa að koma sér saman um hvað skal gera, aðgerðaleysi er óviðunandi. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Aðgerðaleysi núverandi ríkistjórnarflokka Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er algjört, í einu mesta efnahagsöngþveiti sem um getur á síðari tímum þar sem léleg tök á efnahagsstjórn innanlands og ytri aðstæður leggjast á eitt til að kreppa að hag landsmanna. Ofskattlagning á einstaklinga á vinnumarkaði, hefur gert það að verkum að heimilin hafa í æ ríkari mæli skuldsett sig í formi neyslulána í bönkum, þar sem vextir og verðtrygging verða til þess á tímum sem þessum að fjármálastofnanir græða en hagur fólks rýrnar í réttu samhengi. Ríkisstjórn landsins hefur enn ekki boðað nokkurn þann hlut er létta kann hluta af þeim byrðum er fólk í landinu þarf nú um stundir þarf að bera. Stjórnarþingmenn eru ekki sammála um stjórnarstefnunna þar sem einhver einn eða annar setur sig upp á móti ákvörðunum ríkisstjórnar í hinum margvíslegustu stjórnvaldsákvörðunum sem teknar hafa verið og talar þannig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Evrópumálin eru gott dæmi um tilraun stjórnarflokka til þess að nota smjörklípuaðferð til þess að drepa á dreif hinu alvarlega ástandi í efnahagsmálum innanlands. Menn eru ekki sammála um Lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli frekar en stjórnvaldsaðgerðir við framkvæmd orkunýtingarstefnu þar sem farið er í felur með skólfustungu að byggingu álvera sem atvinnuskapandi verkefna. Viðskiptaráðherrann virðist til dæmis bæði með og á móti framkvæmdum í Helguvík, og sams konar viðhorf er að finna hjá iðnaðaráðherra gagnvart álveri á Bakka við Húsavík. Með öðrum orðum flokkarnir leika tveimur skjöldum í hverju málinu á fætur öðru þar sem hvor um sig reynir að slá sig sjálfan til riddara á torgi sýndarmennskunnar. Enga samstöðu stjórnvalda er því að finna þegar þjóðin má taka þungum búsifjum efnahagslega, almenningur og fyrirtæki. Sé það eitthvað eitt sem gæti lagt lóð á vogarskálar í því ástandi sem við blasir hér á landi er þar fyrst að nefna að auka veiðheimildir úr þorskstofninum hér við land. Í því felst engin áhætta heldur einungis ávinningur sökum þess að okkur er óhætt að veiða 200 þús. tonn hér við land og yfir án áhættu í því sambandi, það sýnir reynsla Norðmanna af ákvarðantöku úr Barentshafi. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að hefjast handa við að endurskoða kerfi fiskveiðistjórnunar sem ekki hefur skilað þeim árangri er stefnt var að í áraraðir. Kerfi sem Íslendingar hafa nú fengið að vita að brjóti mannréttindi á þegnum landsins í sjómannastétt og er okkur algjör hneisa að við skulum ekki enn vera þess umkomnir að laga og bæta svo við getum talist þjóð meðal þjóða. Núverandi ríkistjórnarflokkar þurfa að koma sér saman um hvað skal gera, aðgerðaleysi er óviðunandi. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar