Erlent

Tíu Frakkar drepnir í Afganistan

Þýskur hermaður úr herliði NATO í Afganistan á eftirlitsferð.
Þýskur hermaður úr herliði NATO í Afganistan á eftirlitsferð. AP

Tíu franskir hermenn létust í morgun í bardaga við talibana austan við Kabúl, höfuðborg landsins. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en frönsku hermennirnir voru í ISAF, herliði NATO. Tveimur eldflaugum var skotið á Kabúl í nótt og lentu þær nálægt höfuðstöðvum NATO-herliðsins. Að sögn BBC hefur ástandið í landinu farið versnandi síðustu vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×