Erlent

Féllu á skotprófi í mótmælaskyni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NRK

Lögreglumenn í umdæminu Þrændalögum í Noregi féllu unnvörpum á árlegu skotfimiprófi sínu sem haldið var í vikunni. Fimmtán af átján sem þreyttu prófið féllu.

Lögreglumennirnir eru þó langt í frá lélegar skyttur en féllu af ásettu ráði á prófinu til að mótmæla launakjörum sínum. Lögreglustjórinn Nils Kristian Moe er æfur af reiði og segir þetta ekki réttu leiðina til að knýja fram betri laun og vinnuaðstöðu. Formaður lögreglufélagsins á svæðinu segir félagið ekki standa fyrir mótmælunum en vissulega séu kjörin dapurleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×