Erlent

Bandaríkjaþing samþykkir umræður og atkvæðagreiðslu um sjóð

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir stundu að heimila umræður og atkvæðagreiðslu um frumvarp Bandaríkjastjórnar um 700 milljarða dollara björgunarsjóð fyrir fjármálafyrirtæki landsins.

Beðið er með eftirvæntingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar en reiknað er með því að hún fari fram á næstu klukkustundum. Fulltrúadeildin hafði fyrr í vikunni hafnað frumvarpinu en breytingar hafa nú verið gerðar á því og hefur öldungadeildin einnig samþykkt það.

Miklar vonir eru bundnar við frumvarpið enda er talið að áhrifa þess muni gæta um gjörvallt alþjóðafjármálakerfið. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu við opnun markaða eftir hádegið vegna vona um að frumvarpið yrði samþykkt. Þannig hækkaði Dow Jones vísitalan um 1.66 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,44 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×