Erlent

Sjö ára olli óskunda í dýragarði

Sjö ára drengur olli töluverðu tjóni þegar hann braust inn í dýragarð í miðhluta Ástralíu í morgun.

Á hálftíma drap drengurinn þrettán dýr sem samanlagt eru metin á jafnvirði rúmlega sex hundruð þúsund króna. Sum barði hann til bana en öðrum kastaði hann lifandi í kjaft krókódíls í garðinum.

Talið er að öryggiskerfi í dýragarðinu hafi ekki numið ferðir drengsins þar sem hann sé of lítill. Lögregla hefur borið kennsl á hann en ekki er hægt að kæra drenginn því samkvæmt áströlskum lögum teljast börn undir tíu ára aldri ekki sakhæf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×