Erlent

McCain sakar Biden um að fara með ósannindi

Eftirmálar kappræðna varaforsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum eru strax farnir að skýrast.

John McCain hefur til að mynda þegar sent frá sér auglýsingu þar sem varaforsetaframbjóðandi Demókrata, Joseph Biden, er sagður hafa farið rangt með í kappræðunum.

Í auglýsingunni er annars er vegar bent á ummæli Biden um orkumál og kolaframleiðslu sérstaklega. Í kappræðunum í sagðist Biden styðja við "umhverfisvæna" kolaframleiðslu en í auglýsingunni sem McCain birti í dag er sýnt myndbrot þar sem Biden heldur hinu gagnstæða fram.

Þá sagði Biden einnig í gær að Barack Obama mundi ekki funda með forseta Írans verði hann kjörinn forseti en Obama sjálfur hefur sagst vera reiðubúinn til þess.

Þótt þetta séu einu punktarnir sem dregnir eru fram í auglýsingunni er af fleiru að taka. Það sama má hins vegar einnig segja um Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda Repúblikana.

Fox News hefur tekið saman lista yfir ummæli frambjóðandanna frá því í gær sem ekki standast skoðun. Hann má lesa hér

Auglýsingu John McCain má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×